Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari danska karlalandsliðsins skipuðu leikmönnum átján ára og yngri.
Arnór skrifaði undir tveggja ára samning við danska handknattleikssambandið.
Undanfarin tvö ár hefur Arnór verið aðstoðarþjálfari Danmerkurmeistara Aalborg. Hann heldur því áfram samhliða því að þjálfa danska unglingalandsliðið.
The former Icelandic national player and current assistant coach of Aalborg Håndbold, Arnór Atlason, becomes head coach of the Danish U-18 national team on a contract to the summer of 2022. He continues as assistant coach of Aalborg Håndbold.
— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 12, 2020
: Aalborg Håndbold #handball pic.twitter.com/WbSTTtaNA6
Arnór lagði skóna á hilluna vorið 2018. Síðustu tvö ár ferilsins lék hann með Aalborg.
Hann lék einnig með FCK Håndbold og AG København í Danmörku, Magdeburg og Flensburg í Þýskalandi, Saint-Raphaël í Frakklandi og KA á Íslandi.