Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2020 16:49 Laugardalslaug hefur verið lokuð almenningi síðan 23. mars. Börn hófu þó skólasund í vikunni og afreksíþróttafólk er byrjað að æfa. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. Sundlaugar opna dyrnar, brautir og potta mánudaginn 18. maí. Eftirvæntingar gætir enda hafa laugarnar verið lokaðar í átta vikur eða frá 23. mars. Heimsókn í laugarnar er stór þáttur í lífi margra landsmanna og veltir fólk fyrir sér hvort raðir munu myndast í laugunum þegar opnað verður. Reglur handan við hornið Leiðbeiningar varðandi sundstaði eru á lokametrunum og verða klárar á næstu dögum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, ræddi fyrirhugaða opnun í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann rifjar upp að biðraðir hafi verið í sumum sundlaugum þegar takmörkunum var komið á í mars og áður en laugunum var lokað nokkru síðar. „Í stóru laugunum voru biðraðir en núna verður reynt að höfða til fólks að dvelja ekki of lengi í lauginni, svo fleiri komist að,“ segir Steinþór. Ekki á þó að setja tímakvóta á gesti eða svoleiðis, í það minnsta í fyrstu atrennu. Hver laug geti verið sér svæði Fimmtíu manna samkomubann er í gildi. Steinþór segir að í mörgum laugum sé hægt að skipta þeim upp í svæði. Hver laug getur verið eitt svæði, til dæmis í tilfelli útilaugar og innilaugar. Þá er möguleiki á að hringla eitthvað með opnunartímann, í það minnsta í stóru laugunum þar sem eru klárir álagstímar. Mögulega opna fyrr um helgar eða eitthvað slíkt. Varðandi tveggja metra regluna þurfi fólk hvert fyrir sig að passa sig. Starfsfólk sundlauga geti ekki verið í hlutverki lögreglu. Mögulega þurfi að loka eimböðum eða pottum til að geta tryggt fjarlægð milli fólks. Sveitarfélögin vinna saman Steinþór reiknar með að reglurnar sem eru handan við hornið muni gilda í tvær vikur frá og með 18. maí. Í framhaldinu megi reikna með frekari rýmkunum. Öll sveitarfélögin og heilbrigðiseftirlit í landinu eru í samfloti varðandi opnunina 18. maí. Hlutverk starfsmanna verður mjög krefjandi að sögn Steinþórs. Bæði við þrif, sótthreinsun og svo eftirlit. Ekki stendur til að auka klórmagn í laugunum en fram hefur komið að kórónuveiran þrífst illa í klór. Steinþór segir klórmagn í laugunum einfaldlega samkvæmt reglugerð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira