Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2020 11:43 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira