Viðskipti innlent

Þóra frá Maskínu til Fé­lags­bú­staða

Atli Ísleifsson skrifar
Þóra Þorgeirsdóttir.
Þóra Þorgeirsdóttir.

Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum.

Í tilkynningu segir að Þóra hafi starfað hjá Maskínu rannsóknum frá árinu 2018 sem viðskiptastjóri í vinnustaðagreiningum og mannauðsráðgjöf.

„Hún hefur kennt vinnusálfræði og þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst, fyrst stundakennslu og síðan sem lektor frá 2019.

Þóra útskrifaðist með doktorsgráðu í stjórnun árið 2017 frá School of Management við Háskólann í Cranfield í Bretlandi. Þóra lauk mastersgráðu í stefnumiðaðri stjórnun við Háskóla Íslands (HÍ) árið 2012 og B.A gráðu í frönsku með viðskiptafræði sem aukagrein við HÍ árið 2002,“ segir í tilkynningunni.

Félagsbústaðir eru stærsta þjónustufyrirtæki landsins á leigumarkaði, á og leigir út yfir 2.800 íbúðir í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×