Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2020 19:00 Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi. Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi.
Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira