Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 09:15 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun. Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun.
Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52