Þrjú dauðsföll barna í New York tengd við barnasjúkdóminn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 14:31 Andrew Cuomo óttast að sjúkdómurinn hafi verið í gangi í einhverjar vikur. Vísir/getty Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02