Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. maí 2020 20:45 Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn. Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði. Staða innflytjenda í hópi eldri borgara getur verið talsvert verri en staða annarra jafnaldra þeirra að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Landssambands eldri borgara. Innflytjendur verða að hafa starfað hér á landi í 40 ár til að fá fullar almannatryggingagreiðslur. „En það er fullt af fólki hér sem á kannski hér 5,10,15 ára rétt en getur ekki lifað á restinni,“ segir Þórunn. Margir þurfi því að sækja um fjárhagsaðstoð til sveitarfélaga. „Mig minnir að pólskur maður hafi verið með 80 þúsund til að lifa á, á mánuði,“ segir Þórunn. Á þessum tímum sé enn erfiðara fyrir fólkið að ná endum saman. „Það kostar núna meira að lifa, það eru margir núna sem fá heimsendan mat, sumir hræddir við að fara í búð og fara í leigubíl, verð hefur hækkað og þetta er aðeins erfiður tími fyrir alla eldri borgara“ segir Þórunn. Gríðarlega mikilvægt sé að afgreiða frumvarp um félagslegan viðbótarstuðning við eldri borgara. Því sé ætlað að mæta þeim sem hafa áunnið sér lítil eða engin lífeyrisréttindi. Frumvarp er í meðferð þingsins og samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu verður það líklega afgreitt á vorþinginu. „Ef að þetta fólk fær þessi réttindi þá er verið að rétta hag þeirra að þau geti frekar leyft sér eitthvað og kannski borið höfuðuð aðeins hærra, komið meira út í samfélagið og tekið þátt,“ segir Þórunn. Þá hefur hætta verið talin á aukinni einangrun meðal innflytjenda vegna kórónuveirunnar. Þórunn segir eldra fólk í hópnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. „Samkvæmt síðustu útskrift sem ég hef í höndunum eru þetta 3.200 manns sem eru yfir sextugu. Það kom í ljós samkvæmt könnun borgarinnar að það var enginn þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara,“ segir Þórunn. Fólkið hafi mismikla þekkingu á samfélaginu og því sem er í gangi og sumir með lélegt tengslanet og búa einir. Það sé nauðsynlegt að ná til hópsins. Landssambandið vinnur nú að því að þýða ýmsar upplýsingar fyrir hópinn. „Alveg eins og við erum núna að taka utan um okkar eldri íslendinga , við þurfum bara að taka utan um þetta fólk með sama hætti,“ segir Þórunn.
Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Eldri borgarar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira