Arion banki í bulli Tómas Guðbjartsson skrifar 9. maí 2020 14:26 Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson United Silicon Reykjanesbær Umhverfismál Íslenskir bankar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík. Nú hefur bankinn líst því yfir að hann vilji "blása lífi" í framkvæmdina og stækka verksmiðjuna umtalsvert. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ákvörðun og siðferðislega röng. Allir þekkja hörmunarsögu United Silicon, verksmiðjuhróaldi sem var plantað niður í Helguvík, nánast í íbúabyggð. Ekki nóg með að verksmiðjan væri sérlega ljót heldur gerði útblásturinn fjölda fólks, þar með talin börn, í Reykjanesbæ alvarlega veikt. Þetta reyndist svikamylla þar sem eftirlit brást algjörlega, eitthvað sem fjármögnunaraðilinn Arion banki getur ekki fyrrt sig ábyrgð á og hefur kostað bankann, lífeyrissjóði og kúnna hans tugi milljarða. Sem betur fer var verksmiðjunni lokað í september 2017 en síðan hefur bankinn reynt að selja óskapnaðinn úr landi. Skiljanlega er áhuginn á svona rusli takmarkaður og þvi hefur verðiið ítrekað verið fært niður í bókum bankans. En nú ætlar bankinn, sem fjármagnað hefur framkvæmdina að fullu, greinilega að nýta sér bágborið atvinnu ástandið í Reykjanesbæ vegna Covid-19 og ekki bara endurræsa heldur margfalda stærð verksmiðjunnar. Stækkuð mun verksmiðjan auka kolefnisspor Íslands um 10%! Ætla íbúar Reykjanesbæjar og Íslendingar að sætta sig við svona vinnubrögð? Arion banki kann greinilega ekki að skammast sín og gerir greinilega ráð fyrir að fólk og fyrirtæki haldi áfram viðskiptum við hann - óháð fjárfestingastefnu. Sem ég held að sé misskilningur árið 2020 - enda gullfiskaminnið ekki algjört. Á tyllidögum þykist Arionbanki nefnilega vera "umhverfisvænn banki" og á heimasíðu hans má lesa eftirfarandi: „Með því að leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið og minnka losun gróðurhúsalofttegunda styður Arion banki við þrettánda Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum (e. climate action). Einnig styður bankinn með aðgerðum sínum viðmið sjö til níu sem snúa að umhverfismálum í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja, UN Global Compact, en Arion banki hefur verið aðili að sáttmálanum frá árslokum 2016.“ Þessi orð eru greinilega hjóm og gjörsamlega úr takti við við slysið í Helguvík - sem virðist ætla að sigla í stórslys. Í þessu sambandi er vert að hafa hörmungarsögu kísilversins á Bakka í huga - en sú verksmiðja hefur verið í öndunarvél og á gjörgæslu síðastliðin misseri. Á Bakka er ekkert bóluefni í augsýn við kísiliðjuvírusnum frekar en í Helguvík - og fáránlegt að fjölga verksmiðjum á gjörgæslu. Gjörgæslupláss á að nota í annað - og heilsa fólks og umhverfi á alltaf að vera í forgangi. Höfundur er hjartaskurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun