Palli hefði getað valið úr flugvélum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:00 Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira