„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 13:40 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent