Róbótar vinna erfiðisverkin Carlos Mendoza skrifar 8. maí 2020 12:00 Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggara starfsumhverfi og bætt framleiðslustýring með róbótum Á mánudagsmorgni í ónefndu álveri klæðir kona sig upp í fullan hlífðarskrúða og gengur inn á vinnusvæði álversins. Hún opnar rennu þar sem 700-800 gráðu heitt ál flæðir fram hjá. Með ausu veiðir hún bráðið ál upp úr rennunni. Hún steypir álið í mót og býr til sýni þannig að hægt sé að meta gæði framleiðslunnar. Ferlinu er þó langt frá lokið. Sýnið er flutt inn á rannsóknastofu þar sem það er meðhöndlað og mælt. Langur tími getur liðið þar til rannsóknarstofan skilar niðurstöðum sem segja til um hvort efnasamsetning álsins sé innan settra marka – eða hvort stór hluti vinnslulotunnar sé unnin fyrir gýg. Efnagreiningarróboti DTE Til allrar hamingju er ný leið til að mæla efnainnihald álsins nú orðin fær. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur undanfarin ár aðstoðað sprotafyrirtækið DTE við að þróa búnað til að meta efnainnihald bráðins málms í rauntíma. Nýja aðferðin er fljótlegri, öruggari og skilar nákvæmni til jafns við sýnin sem mæld eru á tilraunastofu. Lítum aðeins á sama ferli með tækni DTE. Starfsmenn DTE forrita færanlegan efnagreiningarróbota. Á mánudagsmorgni situr kona í skrifstofustól í þægilegum fatnaði í stjórnstöð álframleiðslunnar. Hún heldur á rjúkandi kaffibolla og fylgist með á skjá þegar armur iðnaðarróbóta nálgast bráðið álið með mikilli nákvæmni. Laser-púls fellur á álið og á örskotsstundu greinir tækið ljósið sem endurkastast af yfirborðinu. Áður en mínúta er liðin birtast niðurstöður á skjánum og konan hefur aðgang að öllum upplýsingum um efnainnihald álframleiðslunnar sem er í fullum gangi. Með þessari tækni er loks hægt að hafa nákvæma stjórn á gæðum framleiðslunnar í rauntíma. Konan átti ekki á hættu að brenna sig á bráðnu álinu og greiningar má endurtaka sjálfvirkt eins oft og þurfa þykir, jafnvel mörg hundruð sinnum á hverjum degi. Þannig er hægt að stjórna og ná gæðum í framleiðslunni sem eru langt umfram það sem áður hefur þekkst í áliðnaði. Látum róbótana vinna erfiðisverkin Þetta tækniafrek náðist meðal annars með því að nýta þekkingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á róbótatækni, efnisfræði málma, laser-tækni og litrófsgreiningum. Verið er að taka í notkun fyrsta efnagreiningarróbotann af þessari gerð í álveri á Íslandi, auk þess sem prófanir standa yfir með færanlega gerð af róbótanum sem koma mun á markað á næstu mánuðum. Markmiðið með innleiðingu sjálfvirkra efnagreiningarróbota er að minnka slysahættu og bæta framleiðslustýringu álvera til muna. Þróunarverkefnið hefur verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun