„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2020 12:00 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir forgangsmál að aðstoða viðskiptavini gegnum kreppuna. Bankarnir séu hluti af lausninni nú en ekki vandamálinu. Vísir/Einar Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21
Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15