Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 10:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti fyrirhugaðar tilslakanir í morgun. EPA Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira