Systkini Hagen telja Anne-Elisabeth vera enn á lífi Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 06:42 Lögreglan hefur rannsakað heimili Hagen-hjónanna í vikunni. EPA/TERJE PEDERSEN Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Systkini auðjöfursins Tom Hagen, sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana, segjast sannfærð um sakleysi bróður síns. Þau hafi enga trú á því að hann hafi myrt Anne-Elisabet, sem þau telja að sé enn á lífi. Málið sé allt hið erfiðasta og segjast þau vona að fólk dæmi ekki bróður þeirra að ósekju. Hagen var handtekinn í síðustu viku og þar með varð óvæntur vendipunktur í stærsta sakamáli Noregs síðustu ára: hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabet. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún hvarf af heimili þeirra í Lørenskógi rétt utan við Ósló þann 31. október 2018. Lögmannsréttur Eidsivaþing vill að Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi en það var mat áfrýjunarréttarins í gær að lögreglu skorti rök og gögn til að styðja áframhaldandi veru auðjöfursins í haldi. Sjá einnig: Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar Systkini Hagens, þau Sverre og Vigdis, segjast fylgjast náið með máli bróður síns. Það hafi komið þeim mjög á óvart að hann hafi verið handtekinn vegna málsins og að hann hafi verið ákærður fyrir morð eða hlutdeild í morði. „Ég trúði því ekki að það myndi gerast,“ segir Sverre Hagen í samtali við TV 2. Í viðtalinu tala þau fyrir hönd 10 eftirlifandi systkina í Hagen-fjölskyldunni og segja þau það mat þeirra allra að Tom geti ekki verið viðriðinn morðið. Þau hafi að sama skapi trú á því að Anne-Elisabeth sé enn á lífi. „Ef ekki þá finnst mér ég hafa brugðist henni,“ segir mágkona hennar Vigdis Hagen. Lengi vel var talið að Anne-Elisabeth væri í höndum mannræningja sem kröfðust lausnargjalds. Síðasta sumar tilkynnti yfirmaður rannsóknarinnar hins vegar að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Henni hefði ekki verið rænt heldur hefði mannránið verið sett á svið til að villa um fyrir lögreglu. Enginn var þó grunaður um aðild að málinu á þeim tímapunkti. Lögregla hefur áfrýjað fyrrnefndum úrskurði lögmannsréttarins í Eidsivaþing sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45 Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Konan sem hvarf og hægláti auðjöfurinn sem saknaði hennar „Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í gær. Hér verður reynt að varpa ljósi á feril þessa merkilega máls og vendingar átján mánaða lögreglurannsóknar. 29. apríl 2020 08:45
Lögmannsréttur vill sleppa Hagen úr gæsluvarðhaldi Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar. 7. maí 2020 13:34