Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 18:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. vísir/Egill „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
„Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í athugasemd við færslu Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, þar sem hinn síðarnefndi kallar eftir því að frumvarp um rétt ferðaskrifstofa til að endurgreiða viðskiptavinum í formi inneignarnóta. Í pistli Jóhannesar kallaði hann eftir því að umrætt frumvarp yrði samþykkt sem fyrst ella gæti komið til gjaldþrota ferðaskristofa. Skaut hann á Neytendasamtökin, sem lagst hafa gegn frumvarpinu, í leiðinni, það væri ekki í hag neytenda að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota. Breki brást við pistlinum með því að rita athugasemd við færsluna þar sem hann segir frumvarpið ekki til þess fallið að vekja traust á ferðaskrifstofum. „Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to" aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum?“ Þá segir hann að Neytendasamtökin hafi vissulega skilning á erfiðri stöðu ferðaskrifstofa, aðrar leiðir væru hins vegar heppilegri til þess að glíma við vanda þeirra, frekar en að varpa honum yfir á viðskiptavini þeirra. „[Þ]ess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri lausn fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira