Heildarsala í verslunum H&M hefur dregist saman um 57 prósent í staðbundnum gjaldmiðlum. Mestur er samdrátturinn á tímabilinu sem um ræðir, 1. mars til 6. maí, á mörkuðum á Ítalíu og Spáni.
Vegna faraldursins hefur fatarisinn birt uppfærðar tölur um sölu. Í tilkynningu fyrir fyrirtækinu segir að í verslunum hafi sala dregist saman um 57 prósent, en að á sama tíma hafi netverslun aukist um 32 prósent. Aukin netsala hafi þó ekki tekist að fylla upp skarð minnkandi sölu í verslunum.
Til að bregðast við ástandinu hefur fyrirtækið gripið til fjölda aðgerða sem snúa meðal annars að innkaupum, fjárfestingum, leigu, mannauð og fjármögnun. H&M hefur lokað um fimm þúsund verslunum vegna veirunnar, eða um 60 prósent verslana. Þar sem verslanir hafi opnað á ný hafa viðskiptin farið hægt af stað.
Samdráttur í sölu í verslunum H&M eftir löndum (í tilkynningu frá H&M segir ekkert um verslanir H&M á Íslandi):
- Þýskaland -46 prósent
- Bandaríkin -71 prósent
- Bretland -60 prósent
- Frakkland -71 prósent
- Svíþjóð -31 prósent
- Kína -32 prósent
- Ítalía -80 prósent
- Spánn -76 prósent
- Rússland -47 prósent
- Pólland -59 prósent
- Japan -58 prósent
- Noregur -36 prósent
- Danmörk -51 prósent
- Finnland -49 prósent
- Suður-Kórea -11 prósent