Kindur og nýfædd lömb drápust í eldsvoða á Suðurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 08:43 Frá Vík í Mýrdal en eldsvoðinn kom upp á bæ í hreppnum. Allt tiltækt slökkvilið í Vík var kallað út vegna eldsins. Vísir/Jói K. Að minnsta kosti sjö kindur, þar fjögur nýfædd lömb, drápust í eldsvoða sem kom upp á sveitabæ í Mýrdalshreppi á Suðurlandi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu vegna málsins hafi eldur verið í íbúðarhúsi en hann reyndist síðan vera í útihúsum sem standa nálægt íbúðarhúsinu. „Allt tiltækt lið slökkviliðs og sjúkraflutninga í Vík ásamt slökkviliðinu á Hvolsvelli og Hellu voru send á staðinn. Er lögregla kom á vettvang voru vegfarendur sem leið höfðu átt fram hjá bænum og nágrannar sem höfðu orðið eldsins varir komnir íbúunum til aðstoðar en útihúsin urðu alelda á skömmum tíma. Nú stendur sauðburður sem hæst og voru kindur komnar að burði hýstar í húsunum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Íbúum tókst með aðstoð vegfarenda að bjarga flestum kindunum úr húsunum en að minnsta þrjár kindur og fjögur nýfædd lömb drápust, eins og áður segir. Í tilkynningu lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkvistarf tók um 90 mínútur en það gekk fyrst út á að verja íbúðarhúsið. „Slökkvilið þurfti meðal annars að sækja vatn á tankbíla töluvert frá bænum. Lögregla vill þakka viðbragðsaðilum fyrir snögg viðbrögð og sérstaklega þeim vegfarendum sem komu fyrstir að og aðstoðuðu við björgun sauðfjárins. Slökkvilið Víkur hafði vakt við útihúsin fram á nótt í öryggisskyni. Þá eru eldsupptök ókunn en rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglu. Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Að minnsta kosti sjö kindur, þar fjögur nýfædd lömb, drápust í eldsvoða sem kom upp á sveitabæ í Mýrdalshreppi á Suðurlandi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu vegna málsins hafi eldur verið í íbúðarhúsi en hann reyndist síðan vera í útihúsum sem standa nálægt íbúðarhúsinu. „Allt tiltækt lið slökkviliðs og sjúkraflutninga í Vík ásamt slökkviliðinu á Hvolsvelli og Hellu voru send á staðinn. Er lögregla kom á vettvang voru vegfarendur sem leið höfðu átt fram hjá bænum og nágrannar sem höfðu orðið eldsins varir komnir íbúunum til aðstoðar en útihúsin urðu alelda á skömmum tíma. Nú stendur sauðburður sem hæst og voru kindur komnar að burði hýstar í húsunum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Íbúum tókst með aðstoð vegfarenda að bjarga flestum kindunum úr húsunum en að minnsta þrjár kindur og fjögur nýfædd lömb drápust, eins og áður segir. Í tilkynningu lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkvistarf tók um 90 mínútur en það gekk fyrst út á að verja íbúðarhúsið. „Slökkvilið þurfti meðal annars að sækja vatn á tankbíla töluvert frá bænum. Lögregla vill þakka viðbragðsaðilum fyrir snögg viðbrögð og sérstaklega þeim vegfarendum sem komu fyrstir að og aðstoðuðu við björgun sauðfjárins. Slökkvilið Víkur hafði vakt við útihúsin fram á nótt í öryggisskyni. Þá eru eldsupptök ókunn en rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Mýrdalshreppur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira