Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 23:12 Frá New York í dag. Staðan er grafalvarleg og hefur ríkið farið einna verst út úr faraldrinum í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur ráðlagt íbúum að hylja vit sín þegar þeir eru utandyra. Áður hafði borgarstjórinn aðeins ráðlagt þeim sem eru veikir að hylja vit sín með andlitsgrímum. De Blasio hvatti þó fólk til þess að nýta hluti sem það ætti nú þegar, til að mynda trefla eða klúta, í stað þess að nota andlitsgrímur líkt og notaðar eru á sjúkrahúsum. Það gæti gert skort á hlífðarbúnaði enn alvarlegri, en New York ríki hefur farið einna verst út úr faraldrinum í Bandaríkjunum. „Þegar þú hugsar um grímur, þá hugsar þú um það sem heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðilar nota. Þeir dýrmætu birgðir sem við erum að fá, þessi hlífðarbúnaður, hann er fyrir það fólk og alla í framlínunni sem þurfa á honum að halda,“ sagði de Blasio á blaðamannafundi í dag. Nærri 240 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og mikill fjöldi þeirra smita er í New York ríki. Síðdegis í dag var 92.381 tilfelli staðfest í ríkinu og tæplega 2.500 höfðu látist. Bill de Blasio.Vísir/Getty Núverandi fjöldi öndunarvéla dugar í sex daga Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir núverandi fjölda öndunarvéla í ríkinu aðeins duga í sex daga miðað við núverandi þróun. Hann segir stöðuna alvarlega og með þessu áframhaldi muni enn fleiri láta lífið. „Ef manneskja kemur og þarf á öndunarvél að halda og þú ert ekki með öndundarvél, þá deyr viðkomandi,“ sagði Cuomo á upplýsingafundi í Albany í dag. „Það er jafnan hérna. Akkúrat núna bendir notkunin til þess að við getum aðeins sinnt þeim sem þurfa næstu sex daga.“ Ríkisstjórinn segir um það bil 2.200 öndunarvélar vera lausar í borginni og um 350 nýir sjúklingar á dag þyrftu á öndunarvél að halda. Miðað við þær tölur væru 2.200 öndunarvélar ekki lengi að fara. Á vef New York Times er haft eftir læknum í borginni að mikill skortur sé á búnaði til þess að sinna sjúklingum. Fljótlega gæti komið til þess að læknar þyrftu að taka erfiðar ákvarðanir um hver fengi aðhlynningu og hver ekki. Andrew Cuomo segir stöðuna slæma og mikil hætta sé á öndunarvélaskorti í ríkinu.Vísir/Getty Geta ekki treyst á Hvíta húsið Að sögn Cuomo ræddi hann við Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Hann sagðist vera fullviss um að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til þess að hjálpa, en taldi ekki líklegt að Hvíta húsið myndi bregðast við í tæka tíð. „Ég held að ríkisstjórnin sé ekki í aðstöðu til þess að útvega þann fjölda öndunarvéla sem þjóðin þarf á að halda,“ sagði Cuomo. Hann sagði ríkið vera að undirbúa óvissuáætlun og samhliða því að reyna að útvega öndunarvélar á opnum markaði. Þá væri verið að reyna að breyta svokölluðum ytri öndunarvélum til þess að þær gætu verið notaðar við meðferð COVID-19 sjúklinga. Yfir 20 þúsund heilbrigðisstarfsmenn frá öðrum ríkjum hafa boðið fram aðstoð sína í New York. Þá hafa starfsmenn komnir á eftirlaun einnig boðið fram aðstoð sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Fjöldi látinna í Bandaríkjunum hefur tvöfaldast á þremur dögum Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum. 1. apríl 2020 06:32 Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 31. mars 2020 22:56 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur ráðlagt íbúum að hylja vit sín þegar þeir eru utandyra. Áður hafði borgarstjórinn aðeins ráðlagt þeim sem eru veikir að hylja vit sín með andlitsgrímum. De Blasio hvatti þó fólk til þess að nýta hluti sem það ætti nú þegar, til að mynda trefla eða klúta, í stað þess að nota andlitsgrímur líkt og notaðar eru á sjúkrahúsum. Það gæti gert skort á hlífðarbúnaði enn alvarlegri, en New York ríki hefur farið einna verst út úr faraldrinum í Bandaríkjunum. „Þegar þú hugsar um grímur, þá hugsar þú um það sem heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðilar nota. Þeir dýrmætu birgðir sem við erum að fá, þessi hlífðarbúnaður, hann er fyrir það fólk og alla í framlínunni sem þurfa á honum að halda,“ sagði de Blasio á blaðamannafundi í dag. Nærri 240 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og mikill fjöldi þeirra smita er í New York ríki. Síðdegis í dag var 92.381 tilfelli staðfest í ríkinu og tæplega 2.500 höfðu látist. Bill de Blasio.Vísir/Getty Núverandi fjöldi öndunarvéla dugar í sex daga Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir núverandi fjölda öndunarvéla í ríkinu aðeins duga í sex daga miðað við núverandi þróun. Hann segir stöðuna alvarlega og með þessu áframhaldi muni enn fleiri láta lífið. „Ef manneskja kemur og þarf á öndunarvél að halda og þú ert ekki með öndundarvél, þá deyr viðkomandi,“ sagði Cuomo á upplýsingafundi í Albany í dag. „Það er jafnan hérna. Akkúrat núna bendir notkunin til þess að við getum aðeins sinnt þeim sem þurfa næstu sex daga.“ Ríkisstjórinn segir um það bil 2.200 öndunarvélar vera lausar í borginni og um 350 nýir sjúklingar á dag þyrftu á öndunarvél að halda. Miðað við þær tölur væru 2.200 öndunarvélar ekki lengi að fara. Á vef New York Times er haft eftir læknum í borginni að mikill skortur sé á búnaði til þess að sinna sjúklingum. Fljótlega gæti komið til þess að læknar þyrftu að taka erfiðar ákvarðanir um hver fengi aðhlynningu og hver ekki. Andrew Cuomo segir stöðuna slæma og mikil hætta sé á öndunarvélaskorti í ríkinu.Vísir/Getty Geta ekki treyst á Hvíta húsið Að sögn Cuomo ræddi hann við Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Hann sagðist vera fullviss um að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til þess að hjálpa, en taldi ekki líklegt að Hvíta húsið myndi bregðast við í tæka tíð. „Ég held að ríkisstjórnin sé ekki í aðstöðu til þess að útvega þann fjölda öndunarvéla sem þjóðin þarf á að halda,“ sagði Cuomo. Hann sagði ríkið vera að undirbúa óvissuáætlun og samhliða því að reyna að útvega öndunarvélar á opnum markaði. Þá væri verið að reyna að breyta svokölluðum ytri öndunarvélum til þess að þær gætu verið notaðar við meðferð COVID-19 sjúklinga. Yfir 20 þúsund heilbrigðisstarfsmenn frá öðrum ríkjum hafa boðið fram aðstoð sína í New York. Þá hafa starfsmenn komnir á eftirlaun einnig boðið fram aðstoð sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Fjöldi látinna í Bandaríkjunum hefur tvöfaldast á þremur dögum Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum. 1. apríl 2020 06:32 Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 31. mars 2020 22:56 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57
Fjöldi látinna í Bandaríkjunum hefur tvöfaldast á þremur dögum Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum. 1. apríl 2020 06:32
Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 31. mars 2020 22:56