Viðspyrna fyrir viðkvæma hópa Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 6. maí 2020 18:30 Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf. Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum. Virkjum samtakamáttinn Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð. Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun áfram reyna á samvinnu og útsjónarsemi okkar allra; við áframhaldandi almannavarnir, við úrvinnslu afleiðinga COVID 19 faraldursins, við að skapa samfélaginu tekjur og við að tryggja velferð allra íbúa landsins. Aðgerðir stjórnvalda til varnar, verndar og viðspyrnu miða að því að verja afkomu heimila og fyrirtækja og skapa ný störf. Fjölbreyttar félagslegar aðgerðir Veiran hefur áhrif á tilveru okkar allra en fólk hefur mismunandi leiðir og tækifæri til að bregðast við. Hér vil ég sérstaklega benda á að 5,7 milljarðar króna eru ætlaðar til að styðja sérstaklega við viðkvæmustu hópana í samfélaginu. Komið verður til móts við fjölskyldur langveikra eða fatlaðra barna, sem hafa þurft að auka umönnun heima fyrir með tímabundnum greiðslum. Stutt verður við tómstundir barna af lágtekjuheimilum til að tryggja tækifæri þeirra til íþrótta- og frístundastarfs. Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur og sumarverkefni fyrir námsmenn eru í vinnslu. Þá er bætt í aðgerðir gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Áhersla á stuðning við viðkvæma hópa er því gríðarlega mikilvæg á þessum sérstöku tímum. Virkjum samtakamáttinn Félagsleg verkefni eru flest ef ekki öll þess eðlis að þau verða ekki leyst nema í víðtæku samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga. Sem dæmi má nefna að til að fjármunir sem ætlað er að tryggja þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi nýtist, þarf ríkið að miðla fjármagni til sveitarfélaga, sem koma þeim til þarfra verka í samvinnu við stjórnir íþróttafélaga, þjálfara og tengiliði foreldra. Nú er mikil hætta á að börn flosni upp úr tómstunda- og frístundastarfi ef ekkert væri að gert. Með þessum stuðningsaðgerðum vilja stjórnvöld taka sérstaklega utan um þennan hóp og vinna gegn brottfalli úr tómstundastarfi, enda hefur það ótvírætt forvarnargildi og stuðlar að velferð. Við höfum einmitt séð samtakamáttinn í kringum íþróttafélögin birtast í Facebook-leik, þar sem ungir sem aldnir heita styrkjum og styðja við bakið á sínu íþróttafélagi með framlögum til starfsins. Nýtum kraftin í kringum íþróttafélögin. Tækifærin til viðspyrnu liggja víða. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar