Af góðum hugmyndum og slæmum Jón Ingi Hákonarson skrifar 8. maí 2020 08:30 Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun