Af góðum hugmyndum og slæmum Jón Ingi Hákonarson skrifar 8. maí 2020 08:30 Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar