Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2020 13:38 Helga Guðmundsdóttir fagnar 103 ára afmæli þann 17. maí. Ósk Gunnarsdóttir Helga Guðmundsdóttir, íbúi á Bergi í Bolungarvík, er meðal elstu manna sem sigrast hefur á COVID-19. Er þá heimurinn allur undir. Helga verður 103 ára eftir nokkra daga en dóttir hennar Ósk Gunnarsdóttir segir að fram hafi komið í fréttum að einn 106 ára á Bretlandseyjum hafi náð sér og annar 104 ára í Íran. Svo vitað sé, segir Ósk. Og bætir því við að móðir hennar sé óeigingjarnasta manneskja sem til er. „Hún vill alltaf að öðrum líði sem best.“ Aldrei talað illa um nokkurn mann Fréttablaðið.is ræddi við Agnar H. Gunnarsson, bónda á Miklabæ í Skagafirði en hann er sonur Helgu. Agnar segir móður sína hafa sigrast á ýmsu í gegnum tíðina og segir hana í fínu formi miðað við aldur. Hún hafi til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla og svo kom spænska veikin upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Helgu var ætlað að lifa en hún fæddist á Blesastöðum á Skeiðum árið 1917. Vísir ræddi við Döllu Þórðardóttur, tengdadóttur Helgu sem segir seiglu og æðruleysi einkenna Helgu. Helga býr í Bolungarvík þangað sem hún flutti árið 1952. Hún er fædd á Blesastöðum á Skeiðum, eitt fimmtán barna Guðmundar Magnússonar, sem varð 94 ára, og Kristínar Jónsdóttur.Vísir/Samúel Karl „Ég held að hún hafi alltaf lifað skynsamlega, ekki æst sig mikið. Ekki verið neitt ofurpassasöm. Hún er að eðlisfari léttlynd. Og hefur þann góða eiginleika að aldrei talar hún illa um aðra menn. Ekki að íþyngja sér með slíku. Æðrulaus, hugsa að það skipti mjög miklu,“ segir Dalla og réttir bónda sínum símtólið. Telur hann skilmerkilegri í að segja af þessari merkilegu manneskju sem tengdamóðir hennar er. „Hún er dugleg. Ótrúleg manneskja. Hún er úr stórum systkynahópi, þau voru 13 en ég þyrfti að gá í bókina mína. Talaðu við Agnar,“ segir Dalla. Elsti sonur hennar 67 ára gamall Agnar er elstur af þremur börnum Helgu. Orðinn 67 ára gamall. Hann telur að ýmislegt skýri þennan háa aldur móður sinnar. „Að einhverju leyti genetískur. Þau systkinin urðu gömul, afi og amma urðu bæði níræð. Hún var alin upp á mikilli vinnu, alltaf gengið mikið, borðaði hrossakjöt þegar hún var að alast upp. Alltaf verið óskaplega reglustöðum. Skeiðamanneskja.“ Agnar segir svo virðast að móðir hans sé vel af Guði gjörð. „Hún hefur verið alltaf verið óskaplega hraust. Eð þennan tíma sem ég hef þekkt hana sem er orðinn þó nokkur tími.“ Agnar segir móður sína aldrei hafa velt sér upp úr einhverjum leiðindum eða smámunum. Hún hafi létta lund og alla tíð gengið mikið en er þó nýlega hætt því. Hún er sæmilega ern? „Já, nokkuð. Hún er reyndar farin að sjá illa og heyra illa en hún man býsna mikið. Er aðeins farin að endurtaka sig eins og gengur. En það eru ótrúlegustu hlutir sem hún man.“ Ósköp leiðinleg veira Spurður um áhugamál móður sinnar telur Agnar að þau hafi helst verið að hugsa vel um börnin sín. Og talar þar af reynslu. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Agnar er ekki viss um að móðir hans hafi verið hætt komin meðan hún mátti stríða við Covid-19. „Nei, en hún var ansi veik suma dagana. Hún var orðin mjög léleg í fyrra sumar. Þá héldum að þetta væri búið en hún hristi það af sér eins og svo margt annað. Ég talaði við hana nýlega og hún sagði að þetta væri leiðinda vera. „Ósköp leiðinleg,“ eins og hún orðaði það. Og verst þótti henni að vera lokuð inni á herbergi,“ segir Agnar bóndi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Eldri borgarar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Helga Guðmundsdóttir, íbúi á Bergi í Bolungarvík, er meðal elstu manna sem sigrast hefur á COVID-19. Er þá heimurinn allur undir. Helga verður 103 ára eftir nokkra daga en dóttir hennar Ósk Gunnarsdóttir segir að fram hafi komið í fréttum að einn 106 ára á Bretlandseyjum hafi náð sér og annar 104 ára í Íran. Svo vitað sé, segir Ósk. Og bætir því við að móðir hennar sé óeigingjarnasta manneskja sem til er. „Hún vill alltaf að öðrum líði sem best.“ Aldrei talað illa um nokkurn mann Fréttablaðið.is ræddi við Agnar H. Gunnarsson, bónda á Miklabæ í Skagafirði en hann er sonur Helgu. Agnar segir móður sína hafa sigrast á ýmsu í gegnum tíðina og segir hana í fínu formi miðað við aldur. Hún hafi til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla og svo kom spænska veikin upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Helgu var ætlað að lifa en hún fæddist á Blesastöðum á Skeiðum árið 1917. Vísir ræddi við Döllu Þórðardóttur, tengdadóttur Helgu sem segir seiglu og æðruleysi einkenna Helgu. Helga býr í Bolungarvík þangað sem hún flutti árið 1952. Hún er fædd á Blesastöðum á Skeiðum, eitt fimmtán barna Guðmundar Magnússonar, sem varð 94 ára, og Kristínar Jónsdóttur.Vísir/Samúel Karl „Ég held að hún hafi alltaf lifað skynsamlega, ekki æst sig mikið. Ekki verið neitt ofurpassasöm. Hún er að eðlisfari léttlynd. Og hefur þann góða eiginleika að aldrei talar hún illa um aðra menn. Ekki að íþyngja sér með slíku. Æðrulaus, hugsa að það skipti mjög miklu,“ segir Dalla og réttir bónda sínum símtólið. Telur hann skilmerkilegri í að segja af þessari merkilegu manneskju sem tengdamóðir hennar er. „Hún er dugleg. Ótrúleg manneskja. Hún er úr stórum systkynahópi, þau voru 13 en ég þyrfti að gá í bókina mína. Talaðu við Agnar,“ segir Dalla. Elsti sonur hennar 67 ára gamall Agnar er elstur af þremur börnum Helgu. Orðinn 67 ára gamall. Hann telur að ýmislegt skýri þennan háa aldur móður sinnar. „Að einhverju leyti genetískur. Þau systkinin urðu gömul, afi og amma urðu bæði níræð. Hún var alin upp á mikilli vinnu, alltaf gengið mikið, borðaði hrossakjöt þegar hún var að alast upp. Alltaf verið óskaplega reglustöðum. Skeiðamanneskja.“ Agnar segir svo virðast að móðir hans sé vel af Guði gjörð. „Hún hefur verið alltaf verið óskaplega hraust. Eð þennan tíma sem ég hef þekkt hana sem er orðinn þó nokkur tími.“ Agnar segir móður sína aldrei hafa velt sér upp úr einhverjum leiðindum eða smámunum. Hún hafi létta lund og alla tíð gengið mikið en er þó nýlega hætt því. Hún er sæmilega ern? „Já, nokkuð. Hún er reyndar farin að sjá illa og heyra illa en hún man býsna mikið. Er aðeins farin að endurtaka sig eins og gengur. En það eru ótrúlegustu hlutir sem hún man.“ Ósköp leiðinleg veira Spurður um áhugamál móður sinnar telur Agnar að þau hafi helst verið að hugsa vel um börnin sín. Og talar þar af reynslu. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Agnar er ekki viss um að móðir hans hafi verið hætt komin meðan hún mátti stríða við Covid-19. „Nei, en hún var ansi veik suma dagana. Hún var orðin mjög léleg í fyrra sumar. Þá héldum að þetta væri búið en hún hristi það af sér eins og svo margt annað. Ég talaði við hana nýlega og hún sagði að þetta væri leiðinda vera. „Ósköp leiðinleg,“ eins og hún orðaði það. Og verst þótti henni að vera lokuð inni á herbergi,“ segir Agnar bóndi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Eldri borgarar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira