Lúsífer Kvaran Starri Reynisson skrifar 6. maí 2020 08:00 Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannanöfn Starri Reynisson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun