„Okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2019 11:00 Fyrir áramót þarf til að mynda að huga að útigangshrossum og passa að þau séu öruggum stað því dýrin hlaupa af stað ef þau verða hrædd. vísir/vilhelm Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. Ýmislegt sé hægt að gera fyrirbyggjandi fyrir dýrin svo þeim líði betur um áramótin þegar mikið af flugeldum er skotið upp til þess að kveðja gamla árið og fagna því nýja. „Það er alveg ljóst að það eru öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti þannig að það er okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar og auka öryggi allra dýra í kringum okkur,“ sagði Þóra í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi það hvernig undirbúa megi dýrin fyrir hávaðann frá flugeldunum. Fyrirbyggjandi aðgerðir reynast vel að sögn Þóru. Hvað varðar hunda til dæmis er hægt að hljóðþjálfa þá en byrja þarf snemma á því, í október eða nóvember. Of seint er að byrja núna. Þá er mikilvægt að halda hundunum í ól en ekki hafa þá lausa úti við. „Því það getur allt í einu komið flugeldasprenging og þá hleypur dýrið ef það verður hrætt,“ sagði Þóra. Þá er líka hægt að nota róandi lyktarefni og gefa dýrunum kvíðalyf en Þóra lagði áherslu að eigendur dýra hafi samband við dýralækni til að fá rétt lyf og skammt.Hlusta má á viðtalið við Þóru í spilaranum hér fyrir neðan og hér má sjá tilmæli MAST til dýraeigenda fyrir áramót. Áramót Bítið Dýr Flugeldar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. Ýmislegt sé hægt að gera fyrirbyggjandi fyrir dýrin svo þeim líði betur um áramótin þegar mikið af flugeldum er skotið upp til þess að kveðja gamla árið og fagna því nýja. „Það er alveg ljóst að það eru öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti þannig að það er okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar og auka öryggi allra dýra í kringum okkur,“ sagði Þóra í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi það hvernig undirbúa megi dýrin fyrir hávaðann frá flugeldunum. Fyrirbyggjandi aðgerðir reynast vel að sögn Þóru. Hvað varðar hunda til dæmis er hægt að hljóðþjálfa þá en byrja þarf snemma á því, í október eða nóvember. Of seint er að byrja núna. Þá er mikilvægt að halda hundunum í ól en ekki hafa þá lausa úti við. „Því það getur allt í einu komið flugeldasprenging og þá hleypur dýrið ef það verður hrætt,“ sagði Þóra. Þá er líka hægt að nota róandi lyktarefni og gefa dýrunum kvíðalyf en Þóra lagði áherslu að eigendur dýra hafi samband við dýralækni til að fá rétt lyf og skammt.Hlusta má á viðtalið við Þóru í spilaranum hér fyrir neðan og hér má sjá tilmæli MAST til dýraeigenda fyrir áramót.
Áramót Bítið Dýr Flugeldar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira