Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi Sandra B. Franks skrifar 30. desember 2019 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun