Fjöldi árása gegn börnum í heiminum hefur þrefaldast á undanförnum tíu árum.
Samkvæmt samantekt UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, voru hundrað og sjötíu þúsund staðfest brot á átakasvæðum á þessum tíma, um 45 á hverjum degi að meðaltali.
Á fyrstu sex mánuðum ársins sem er að líða staðfestu Sameinuðu þjóðirnar tíu þúsund brot. Raunverulegur fjöldi brota er þó talinn mun hærri.
