Sara Björk kom fjórtán ára fótboltastelpu á óvart og gleðitárin runnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir og Eva Stefánsdóttir. Skjámynd/Fésbókarsíða Söru Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018 og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er stödd á landinu og fór í skemmtilega heimsókn í gær. Algjörlega til fyrirmyndar hjá bestu fótboltakonu Íslands. Sara Björk sýndi frá þessari heimsókn sinni á fésbókarsíðu sinni og það þurfa örugglega margir að berjast við tárin þegar þeir horfa á þetta fallega myndband. Sara þekkir það sjálf hversu erfitt er að meiðast og hversu mikið verk það er að koma til baka. Þegar hún frétti að fjórtán ára efnilegri Valskonu að taka stórt skref á slíkri vegferð ákvað landsliðsfyrirliðinn að mæta og styðja við bakið á henni. „Ég ætla að koma einni stelpu á óvart. Hún heitir Eva, er að spila með Val og er bráðefnileg fótboltastelpa. Hún er núna í sjúkraþjálfun og er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Hún er að fara að hlaupa í fyrsta skiptið eftir krossbandsslitin og ég ætla að koma henni á óvart. Ég ætla að mæta, sýna stuðning og færa henni eintak af bókinni minni,“ sagði Sara. Eva Stefánsdóttir er bara fjórtán ára gömul og þykir eiga framtíðina fyrir sér í boltanum. Til þess þarf hún að koma til baka úr þessum erfiðum meiðslum og þessi heimsókn Söru færir henni vonandi kraft og orku í þeirri baráttu. Eva átti erfitt með sig þegar hún sá Söru mæta og það mátti sjá gleðitár hennar. Sara Björk hefur líka fengið mikið hrós fyrir framtakið enda að sýna það hvernig fyrirmyndir eins og hún geta haft svo góð áhrif á samfélagið. Í athugasemdum við myndbandið er meðal annars talað um að Sara sé með hjarta úr gulli. Hér fyrir neðan má sjá myndband með heimsókninni. Íslenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018 og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er stödd á landinu og fór í skemmtilega heimsókn í gær. Algjörlega til fyrirmyndar hjá bestu fótboltakonu Íslands. Sara Björk sýndi frá þessari heimsókn sinni á fésbókarsíðu sinni og það þurfa örugglega margir að berjast við tárin þegar þeir horfa á þetta fallega myndband. Sara þekkir það sjálf hversu erfitt er að meiðast og hversu mikið verk það er að koma til baka. Þegar hún frétti að fjórtán ára efnilegri Valskonu að taka stórt skref á slíkri vegferð ákvað landsliðsfyrirliðinn að mæta og styðja við bakið á henni. „Ég ætla að koma einni stelpu á óvart. Hún heitir Eva, er að spila með Val og er bráðefnileg fótboltastelpa. Hún er núna í sjúkraþjálfun og er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Hún er að fara að hlaupa í fyrsta skiptið eftir krossbandsslitin og ég ætla að koma henni á óvart. Ég ætla að mæta, sýna stuðning og færa henni eintak af bókinni minni,“ sagði Sara. Eva Stefánsdóttir er bara fjórtán ára gömul og þykir eiga framtíðina fyrir sér í boltanum. Til þess þarf hún að koma til baka úr þessum erfiðum meiðslum og þessi heimsókn Söru færir henni vonandi kraft og orku í þeirri baráttu. Eva átti erfitt með sig þegar hún sá Söru mæta og það mátti sjá gleðitár hennar. Sara Björk hefur líka fengið mikið hrós fyrir framtakið enda að sýna það hvernig fyrirmyndir eins og hún geta haft svo góð áhrif á samfélagið. Í athugasemdum við myndbandið er meðal annars talað um að Sara sé með hjarta úr gulli. Hér fyrir neðan má sjá myndband með heimsókninni.
Íslenski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira