Körfubolti

Golden State Warriors lönduðu loksins sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Russell fór mikinn í liði Golden State í nótt.
Russell fór mikinn í liði Golden State í nótt. Vísir/Getty

Golden State hefur ekki á sjö dagana sæla á þessari leiktíð en þeir Steph Curry og Klay Thompson eru enn á meiðslalistanum. Það kom þó ekki að sök í nótt en liðið marði New Orleans Pelicans, annað lið sem hefur ekki staðið undir væntingum í vetur. Lokatölur 106-102 Golden State í vil. Þeirra sjötti sigur í 30 leikjum til þessa.

Það voru fyrrum Lakers mennirnir D'Angelo Russell og Brandon Ingram sem voru hvað atkvæðamestir. Russell fór fyrir Golden State með 25 stig ásamt því að taka sjö fráköst. Ingram skoraði einnig 25 stig og gaf sex stoðsendingar.

Í öðrum leikjum fór Kristaps Porziņģis mikinn í fjarveru Luka Dončić hjá Dallas Mavericks er liðið lagði Philadelphia 76ers. Lokatölur þar á bæ 117-98 Dallas í vil. Þá unnu ríkjandi meistarar í Toronto Raptors fjögurra stiga sigur á Washington Wizards á heimavelli í Kanda. Lokatölur 122-118 þar sem Kyle Lowry gerði 26 stig ásamt því að gefa níu stoðsendingar.

Önnur úrslit

Indiana Pacers 110 - 105 Sacramento Kings

Cleveland Cavaliers 114 - 107 Memphis Grizzles 

Boston Celtics 114 - 93 Detroit Pistons

Miami Heat 129 - 114 New York Knicks

Oklahoma City Thunder 126 - 108 Phoenix Suns

Denver Nuggets 109 - 100 Minnesota Timberwolves

Portland Trail Blazers 118 - 103 Orlando Magic

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×