Viðgerð lokið: Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. desember 2019 18:45 Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor. Orkumál Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Búið er að ljúka viðgerð á einni að aðalæðum hitaveitu Veitna en alvarlegur leki úr henni uppgötvaðist í dag. Heitavatnslaust var í Reykjavík vestan Snorrabrautar. Einhvern tíma tekur fyrir vatnið að koma en talið er að um hafi verið að ræða eina stærstu bilun sem Veitur hafa séð. „Þessi bilun hafði ansi víðtæk á vesturhluta borgarinnar. Kannski frá Kringlumýrarbraut og vestur úr. Þetta er eflaust ein stæsta bilun sem við höfum séð, það er mesti fjöldi sem verður fyrir í langan tíma,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Viðgerðum er nýlokið og gengu þær vonum framar að sögn Ólafar. Ástæða bilunarinnar er einnig kunn.„Þetta reyndist vera tæringarskemmd. Það hafði væntanlega lekið eitthvað vatn niður á lögnina í töluverðan tíma þannig að hún tærðist og það kom gat,“ sagði Ólöf. Svæðið sem bilunin náð til.Myndir/Veitur Íbúar passi að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana Þeir sem urðu fyrir hitavatnsleysinu mega búast við að einhvern tíma taki fyrir þrýsting að byggjast upp í kerfinu og mun heita vatnið snúa aftur hægt og bítandi eftir því sem líður á kvöldið. „Það tekur töluverðan tíma að fylla aftur hitaveitnukerfið að vatni og ná upp þrýstingi. Ætli síðustu íbúarnir sem eru hérna lengst frá fari ekki að fá vatn um tvö í nótt en það byrjarað byggjast upp nokkuð hratt þrýstingur hérna í kringum Öskjuhlíðina sem þýðir þá líka að viðkvæmir notendur eins og Landspítalinn verða með þeim fyrstu sem fá vatn,“ sagði Ólöf. Íbúar eru beðnir um að ganga úr skugga um að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana. „Fólk þarf að gæta að því að það sé ekki opið fyrir heitavatnskrana. Það er hætta á því að þegar vatnið kemur aftur og það er opið fyrir krana að það fari heitt vatn að streyma úr krönunum, einhver gæti brennt sig eða eitthvað gæti skemmst.“ Vestubæingar nokkuð rólegir Fréttamaður tók einnig nokkra Vesturbæinga tali í dag sem virtust taka hitavatnsleysinu af jafnaðargeði.Eruð þið búin að taka fram ullarsokkana og annað.?„Fullt af ullarsokkum og svo fórum við í sturtu í Sundhöll Reykjavíkur í morgun. Við erum góð,“ sagði Ingunn Ólafsdóttir, íbúi í Vesturbænum.Ertu búinn að búa þig undir hitavatnsleysið?„Ég er ekki búinn að búa mig neitt undir það og ég er bara stressuð fyrir því,“ sagði Arney Íris E. Birgisdóttir.Ekki voru þó allir búnir að heyra af heitavatnsleysinu.„Ég var að frétta að þessu frá þér þannig að ég hef engar ráðstafanir gert, ég fer kannski og kaupi mér fleiri kerti,“ sagði Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor.
Orkumál Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira