Það verður bjart og kalt veður í dag, jóladag, þó einhver ský gætu hangið yfir vestanverðu landinu með stöku smáéljum vestan og norðvestantil.
Næstu daga er útlit fyrir hlýnandi veður og úrkomu, fyrst slyddu og síðar rigningu, þá sérstaklega á sunnanverðu landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Spáð er hægum vindi annars staðar á landinu. Léttskýjað á austanverðu landinu og hiti um og yfir frostmark.
Á morgun og um helgina er útlit fyrir að það snúist í austan og suðaustanáttir og hlýnar örlítið. Á gamlársdag er svo útlit fyrir suðlæga og úrkomu en þó úrkomulítið á norðan- og austanverðu landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austan og suðaustan 10-18 m/s, hvassast úti við ströndina. Rigning eða slydda, einkum SA til og hiti 0 til 7 stig.
Á laugardag:
Breytileg og síðar austlæg átt, 8-15 m/s átt og rigning eða slydda með köflum, hvassast syðst. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt með snjókomu á N-verðu landinu, en rigningu eða slyddu öðru hvoru syðra. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Vestlæg átt, él á víð og dreif og kólnandi veður.
Á þriðjudag (gamlársdagur):
Útlit fyrir suðlæga átt með slyddu og síðar rigningu, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hlýnandi veður í bili.