Skráningar úr Þjóðkirkjunni ekki haft áhrif á kirkjusókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 18:30 Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi. Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi.
Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira