Jólin voru ekkert sérstaklega ánægjuleg fyrir José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham.
Í viðtali við Amazon Prime fyrir leik Tottenham og Brighton greindi Mourinho frá því að hundur fjölskyldunnar hefði dáið um hátíðarnar.
„Hundurinn minn dó og hann er hluti af fjölskyldunni. Jólin voru erfið en við verðum að halda áfram,“ sagði Mourinho.
Sad news to start the day from Jose Mourinho...
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) December 26, 2019
Hopefully the football will bring a smile to his face#PLonPrimepic.twitter.com/ihN49HvF4H
Mourinho tók við Tottenham fyrir rúmum mánuði. Liðið hefur unnið fimm af átta leikjum undir stjórn Portúgalans.
Staðan í hálfleik í leik Tottenham og Brighton er 0-1, gestunum í vil. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.