Farþegaþota fórst í Kasakstan Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 06:19 Flugvélin hafnaði á byggingu skömmu eftir flugtak. Vísir/AP Að minnsta kosti fimmtán fórust þegar farþegaþota með 98 innanborðs brotlenti við Almaty-flugvöllinn í suðausturhluta Kasakstan í nótt. Í frétt BBC af slysinu segir að flugvélin, sem var á vegum kasakstanska flugfélagsins Bek air, hafi misst flugið skömmu eftir flugtak, farið í gegnum steinvegg og hafnað á nærliggjandi byggingu. Að minnsta kosti sextíu voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Flugvélin var af gerðinni Fokker 100 og var á leið frá Almaty, stærstu borg Kasakstan, til Nur-Sultan, höfuðborgar landsins. Farþegar um borð voru 93, þar af átta börn, og áhöfn taldi fimm manns, samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Almaty. Sex börn voru á meðal hinna látnu, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Kasakstan. Frá vettvangi slyssins í morgun.Vísir/AP Haft er eftir Maral Erman, sem var um borð í flugvélinni þegar hún hrapaði, að vélin hafi titrað við flugtak. Í fyrstu hafi virst sem lendingin hafi heppnast en raunin hafi verið önnur. Þá hafi ekki gripið um sig mikil örvænting meðal farþega um borð. „Það voru engin öskur.“ Komið verður á fót sérstakri nefnd til að rannsaka tildrög slyssins. Þá færði Qasym-Jomart Toqayev, forsætisráðherra Kasakstan, fjölskyldum hinna látnu samúðarkveðjur og hét því að þeir sem ábyrgð bæru á slysinu yrðu sóttir til saka.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kasakstan Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Að minnsta kosti fimmtán fórust þegar farþegaþota með 98 innanborðs brotlenti við Almaty-flugvöllinn í suðausturhluta Kasakstan í nótt. Í frétt BBC af slysinu segir að flugvélin, sem var á vegum kasakstanska flugfélagsins Bek air, hafi misst flugið skömmu eftir flugtak, farið í gegnum steinvegg og hafnað á nærliggjandi byggingu. Að minnsta kosti sextíu voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Flugvélin var af gerðinni Fokker 100 og var á leið frá Almaty, stærstu borg Kasakstan, til Nur-Sultan, höfuðborgar landsins. Farþegar um borð voru 93, þar af átta börn, og áhöfn taldi fimm manns, samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Almaty. Sex börn voru á meðal hinna látnu, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Kasakstan. Frá vettvangi slyssins í morgun.Vísir/AP Haft er eftir Maral Erman, sem var um borð í flugvélinni þegar hún hrapaði, að vélin hafi titrað við flugtak. Í fyrstu hafi virst sem lendingin hafi heppnast en raunin hafi verið önnur. Þá hafi ekki gripið um sig mikil örvænting meðal farþega um borð. „Það voru engin öskur.“ Komið verður á fót sérstakri nefnd til að rannsaka tildrög slyssins. Þá færði Qasym-Jomart Toqayev, forsætisráðherra Kasakstan, fjölskyldum hinna látnu samúðarkveðjur og hét því að þeir sem ábyrgð bæru á slysinu yrðu sóttir til saka.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kasakstan Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira