Gular viðvaranir, spillibloti og allt að 40 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:01 Vindaspáin klukkan 21 í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra klukkan 18. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir. Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir.
Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira