Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 10:00 Jordan Henderson og Andy Robertson fagna hér liðsfélaga sínum Trent Alexander-Arnold sem átti stórleik í gær. Getty/Alex Pantling Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira