Toppliðið í enska hefur aðeins einu sinni áður unnið stærri sigur á liðinu í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:00 Mario Balotelli fagnar frægu marki sínu í 6-1 sigri Manchester City á Manchester United í október 2011. Getty/Matthew Peters Liverpool vann fjögurra marka stórsigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og jók um leið forskot sitt á toppnum upp í þrettán stig. Stærð sigursins er merkileg í sögulegu samhengi. Aðeins einu sinni áður hefur topplið ensku úrvalsdeildarinnar unnið stærri sigur á liðinu sem var á þeim tíma í öðru sætinu. Til að finna stærri sigur þarf að fara aftur til ársins 2011 þegar Manchester City vann frægan 6-1 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í október. Sigur Manchester City á United 23. október 2011 var einnig stórsigur á útivelli eins og sá hjá Liverpool í gærkvöldi. Manchester City var með tveggja stiga forystu á Manchester United fyrir leikinn en United var ríkjandi meistari og á heimavelli þannig að margir bjuggust við öflugri frammistöðu frá heimamönnum. Annað kom hins vegar á daginn. Einn leikmaður spilaði í tapliðinu í báðum leikjum en Jonny Evans, sem var í vörn Leicester City í gær, fékk rauða spjaldið á 47. mínútu í 6-1 tapinu fyrir Manchester City fyrir meira en átta árum síðan. #OnThisDay in 2011: Why Always Me? Mario Balotelli helps Manchester City destroy United 6-1 in the derby.#MCFCpic.twitter.com/fWsp1FHJwY— B/R Football (@brfootball) October 23, 2015 Þá var staðan 1-0 fyrir Manchester City eftir mark frá Mario Balotelli á 22. mínútu leiksins. Mario Balotelli bætti við öðru marki sínu og öðru marki City á 60. mínútu og níu mínútum síðar var Sergio Agüero búinn að skora þriðja markið. Darren Fletcher minnkaði muninn í 3-1 á 81. mínútu en City liðið skoraði síðan þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Þau mörk skoruðu þeir Edin Dzeko (2) og David Silva. 10. Mario Balotelli- 'Why always me' received 1,674 votes. Full top 10 results here: https://t.co/65qaZriW1ipic.twitter.com/kTbcrwU2Sg— Sky Sports (@SkySports) August 22, 2015 Mario Balotelli stal fyrirsögnunum eftir leikinn með „Why always me?“ bolnum sínum sem hann sýndi heiminum eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Manchester City vann síðan ensku úrvalsdeildina á markamun en bæði Manchester liðin enduðu með 89 stig. City var með átta mörkum betri markatölu sem þýðir að ef City hefði unnið fyrrnefndan leik með einu marki í stað fimm þá hefði Manchester United unnið ensku úrvalsdeildina þetta vor. Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Liverpool vann fjögurra marka stórsigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og jók um leið forskot sitt á toppnum upp í þrettán stig. Stærð sigursins er merkileg í sögulegu samhengi. Aðeins einu sinni áður hefur topplið ensku úrvalsdeildarinnar unnið stærri sigur á liðinu sem var á þeim tíma í öðru sætinu. Til að finna stærri sigur þarf að fara aftur til ársins 2011 þegar Manchester City vann frægan 6-1 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í október. Sigur Manchester City á United 23. október 2011 var einnig stórsigur á útivelli eins og sá hjá Liverpool í gærkvöldi. Manchester City var með tveggja stiga forystu á Manchester United fyrir leikinn en United var ríkjandi meistari og á heimavelli þannig að margir bjuggust við öflugri frammistöðu frá heimamönnum. Annað kom hins vegar á daginn. Einn leikmaður spilaði í tapliðinu í báðum leikjum en Jonny Evans, sem var í vörn Leicester City í gær, fékk rauða spjaldið á 47. mínútu í 6-1 tapinu fyrir Manchester City fyrir meira en átta árum síðan. #OnThisDay in 2011: Why Always Me? Mario Balotelli helps Manchester City destroy United 6-1 in the derby.#MCFCpic.twitter.com/fWsp1FHJwY— B/R Football (@brfootball) October 23, 2015 Þá var staðan 1-0 fyrir Manchester City eftir mark frá Mario Balotelli á 22. mínútu leiksins. Mario Balotelli bætti við öðru marki sínu og öðru marki City á 60. mínútu og níu mínútum síðar var Sergio Agüero búinn að skora þriðja markið. Darren Fletcher minnkaði muninn í 3-1 á 81. mínútu en City liðið skoraði síðan þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Þau mörk skoruðu þeir Edin Dzeko (2) og David Silva. 10. Mario Balotelli- 'Why always me' received 1,674 votes. Full top 10 results here: https://t.co/65qaZriW1ipic.twitter.com/kTbcrwU2Sg— Sky Sports (@SkySports) August 22, 2015 Mario Balotelli stal fyrirsögnunum eftir leikinn með „Why always me?“ bolnum sínum sem hann sýndi heiminum eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Manchester City vann síðan ensku úrvalsdeildina á markamun en bæði Manchester liðin enduðu með 89 stig. City var með átta mörkum betri markatölu sem þýðir að ef City hefði unnið fyrrnefndan leik með einu marki í stað fimm þá hefði Manchester United unnið ensku úrvalsdeildina þetta vor.
Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira