Staðarblaðið í Liverpool ekki eins hrifið af frammistöðu Gylfa og Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson þakkar fyrir stuðninginn í gær. Getty/Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019 Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019
Enski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira