Staðarblaðið í Liverpool ekki eins hrifið af frammistöðu Gylfa og Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson þakkar fyrir stuðninginn í gær. Getty/Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019 Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson stóð sig vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Carlo Ancelotti í gær og átti mikinn þátt í sigurmarki Everton á móti Burnley. Það voru hins vegar ekki allir jafnhrifnir af frammistöðu íslenska landsliðsmannsins í leiknum. Blaðamann Sky Sports voru það ánægðir með Gylfa í leiknum að þeir gáfu honum átta í einkunn og völdu hann mann leiksins. „Ancelotti hefur lært heilmikið á því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni en það sem stóð upp úr í leik Everton voru flottar sendingar frá Gylfa Sigurðssyni. Gylfi átti 17 af 33 sendingum Everton inn í vítateiginn og fjórar af þeim voru skráðar hafa skapað skotfæri. Það var aðeins meistaraframmistaða frá miðvörðunum Mee og Tarkowski sem kom í veg fyrir að Gylfi fengi stoðsendinguna sem hann átti svo skilið,“ sagði um frammistöðu Gylfa hjá Sky Sports. | Every outfield player in the starting XI had at least one shot at goal today. Perseverance. #EVEBURpic.twitter.com/FG9qM7BTfo— Everton (@Everton) December 26, 2019 Gylfi vann boltann í sigurmarki Dominic Calvert-Lewin tíu mínútum fyrir leikslok, kom honum á bakvörðinn Djibril Sidibe sem átti frábæra fyrirgjöf á kollinn á Calvert-Lewin. Gylfi spilaði allan leikinn á miðri miðjunni við hlið Fabian Delph og í leikkerfinu 3-4-1-2. Gylfi og Delph voru því með vængbakverðina Djibril Sidibe og Lucas Digne til hliðar við sig en Bernard síðan fyrir framan sig. Það var mat Sky Sports að enginn á vellinum hefði spilað betur en Gylfi en blaðamenn staðarblaðsins Liverpool Echo voru ekki alveg á sama máli. Gylfi fékk þar „bara“ 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína á móti Burnley. | "It was a fantastic day for me!" - @MrAncelotti. Time to hear from the new boss on his first game! #EVEBURpic.twitter.com/ZMyghOuhnz— Everton (@Everton) December 26, 2019 Það voru fimm leikmenn Everton sem fengu hærra eða þeir Seamus Coleman, Mason Holgate, Yerry Mina, Djibril Sidibe og Dominic Calvert-Lewin sem allir voru með sjö í einkunn. „Íslenski landsliðsmaðurinn spilaði við hlið Fabian Delph á miðjunni og aftar á vellinum en hann hefði óskað. Frammistaðan hans í varnarleiknum var samt betri en áður. Föstu leikatriðin hans voru svolítið óstöðug en hann átti engu að síður nokkrar hættulegar aukaspyrnur í leiknum sem liðsfélagar hans áttu að gera meira með,“ sagði um Gylfa í frammistöðumati Liverpool Echo. TEAM NEWS! @MrAncelotti makes two changes for his first game in charge. Here's how we *think* we'll be lining up! #EVEBURpic.twitter.com/VbXFsvcmfx— Everton (@Everton) December 26, 2019
Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira