Banna bandarískum þingmönnum að koma til Filippseyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 12:43 Richard Durbin er annar bandarísku þingmannanna sem hafði frumkvæði að refsiaðgerðum vegna filippseysks stjórnarandstæðings sem var handtekinn. Fyrir vikið er Durbin ekki lengur velkominn til Filippseyja. Vísir/EPA Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43