Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 16:03 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán. Líbía Tyrkland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. Þetta tilkynnti Erdogan í gær og getur verið að fylkingin verði send til Líbíu strax í næsta mánuði. Samhliða því mun Erdogan senda flota Tyrklands til að verja Trípóli, höfuðborg Líbíu, og hermenn til að sjálfa sveitir sjálfsstjórnarinnar. Starfsstjórn Líbíu sem kallast Government of National Accord, eða GNA, hefur átt erfitt með að halda aftur af sókn sveita Haftar. Óskaði stjórnin eftir aðstoð Tyrkja. Áður en Erdogan sendir hersveitir á vettvang þarf hann þó samþykki þingsins.Átökin í Líbíu eru nokkuð flókin þar sem Haftar er studdur af Egyptalandi, Jórdaníu, Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Frakklandi. Tyrkir og GNA skrifuðu undir tvö samkomulög í síðasta mánuði. Annað sneri að hernaðaraðstoð en hitt að landhelgisdeilu í austanverðu Miðjarðarhafi. Tyrkir eiga þar í miklum deilum við Grikki og aðra nágranna sína. Heimildarmaður Bloomberg innan GNA sagði starfsstjórnina í fyrstu hafa verið andsnúna því að leita til Tyrkja en það hafi breyst vegna mikils þunga sóknar Haftar. Hann hefur notið aðstoðar vel þjálfaðra málaliða frá Rússlandi og Súdan auk þess að hafa fengið dróna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld Rússlands hafa lýst yfir áhyggjum af ætlunum Tyrkja og það hafa yfirvöld Bandaríkjanna gert sömuleiðis. Umræddir uppreisnarhópar, sem til stendur að senda til Líbíu, innihalda öfgamenn, íslamista og jafnvel vígamenn Íslamska ríkisins og al-Qaeda og þeir hafa orð á sér fyrir ofbeldi og rán.
Líbía Tyrkland Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira