Ekki ráðlegt að styðjast við spár Yr.no í íslensku óveðri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:07 Margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Skjáskot/yr.no Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019 Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent