Ekki ráðlegt að styðjast við spár Yr.no í íslensku óveðri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:07 Margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Skjáskot/yr.no Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019 Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15