Akureyringar lagstir í híði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 15:30 Það var tómlegt um að lítast í miðbæ Akureyrar í dag. Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins. Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Segja má að Akureyringar séu lagstir í híði en fjölmargar verslanir lokuðu snemma og stór hluti þjónustu á vegum Akureyrarbæjar liggur niðri vegna veðurs. Mikil úrkoma hefur verið í allan dag á Akureyri og töluvert hvassviðri. Snjókoman hefur verið töluvert blaut og eru margar götur bæjarins orðnar illfærar. Þá er skyggni lélegt á milli húsa og ítrekar lögregla við bæjarbúa og nærsveitunga að halda sig heima fyrir, ekki síst í kvöld þegar gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki. Á Glerártorgi er afar tómlegt um að lítast en þar lokuðu fjölmargar verslanir fljótlega eftir hádegi vegna veðurs. Þá lokuðu allir leik- og grunnskólar bæjarins klukkan eitt auk þess sem að veðrið hefur haft áhrif á próftíð í framhaldsskólum bæjarins sem og Háskólanum á Akureyri. Bæði Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri verða lokaðir á morgun Svona var staðan klukkan tvö á Glerártorgi.Vísir/Tryggvi Páll Þá falla alla strætóferðir Akureyrar niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðirnar verða farnar á sjötta tímanum í dag. Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð í bænum og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir strætóferðum fyrir hádegi. Þá var sundlaugum bæjarins og íþróttahúsum lokað klukkan tvö sem og Ráðhúsinu við Geislagötu og á skrifstofum fræðslusviðs, búsetusviðs og fjölskyldusviðs í Glerárgötu 26. Opnað verður eftir hádegi á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir. Rósenborg, heimili samfélagssviðs og þar með talið Punktsins, félagsmiðstöðva og Ungmennahússins, hefur einnig verið lokað í dag. Staðan verður tekin aftur í fyrramálið. Þá verður heimaþjónusta Akureyrarbæjar með skertu sniði í kvöld og á morgun og er fólk beðið að sýna því skilning en nánari upplýsingar um lokanir má nálgast á vef bæjarins.
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. 10. desember 2019 10:55
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi Rafmagnslaust er víða á Norðurlandi og Norðurlandi eystra vegna veðursins sem gengur yfir landið. 10. desember 2019 13:52
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15