Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. desember 2019 18:52 Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira