Enn þá „öskrandi bylur“ og kólnar í húsum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 10:51 Tekist hefur að halda aðalgötum greiðfærum á Akureyri en íbúðargötur eru kolófærar Vísir/tryggvi Páll Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“ Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Stanslaus útköll hafa verið á Norðurlandi eystra það sem af er morgni en veður er enn afar slæmt á svæðinu. Miklar rafmagnstruflanir hafa fylgt veðrinu og á Siglufirði og Ólafsfirði eru hús tekin að kólna. Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn, sem er í aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að hátt í hundrað verkefni hafi komið inn á borð viðbragðsaðila á svæðinu frá því í gær. Rauð viðvörun tók þar gildi síðdegis. Þá hafi verið sérstaklega miklar rafmagnstruflanir í gærkvöldi og í nótt, einkum á Siglufirði og Ólafsfirði. Rafmagnstruflanirnar hafi haft það í för með sér að heitavatnsdælur liggja niðri og því sé að verða kalt í mörgum húsum í bæjunum. Á Ólafsfirði hafi jafnframt mikið brak fokið um bæinn og þá gekk töluvert af grjóti einnig á land úr sjó. Þá hafa rafmagnslínur slitnað víða í umdæminu og liggja margar yfir og við þjóðveginn, til að mynda við Dalvík og í Ljósavatnsskarði. Sömu söguna sé að segja við Kópasker en þar sé þó keyrt með varaafli, sem og á Raufarhöfn og Þórshöfn. Kristján segir ekki hægt að segja til um það hvenær rafmagni verði aftur komið á. „Við erum ekki að búast við að það gerist alveg strax.“ Kristján vissi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki vegna veðurs en töluvert eignatjón hafi þó orðið, til dæmis gríðarlegt tjón á rafmagnskerfinu og á húsum á Ólafsfirði. Þá hafi útköll verið stanslaus í morgun og veður enn við það sama. „Það er öskrandi bylur á Akureyri og á öllu svæðinu. Það hefur hvesst ef eitthvað er á Melrakkasléttu en okkur er sagt að eigi að draga úr vindi þegar líður á daginn.“
Akureyri Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. 11. desember 2019 07:26
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00