Tapaði ekki hrinu á HM kvenna og nú fær hún að reyna sig á móti körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 17:30 Mikuru Suzuki er litríkur keppandi. Getty/ Alex Burstow Hin japanska Mikuru Suzuki vakti mikla athygli á HM kvenna í pílukasti fyrr á þessu ári og hún er önnur tveggja kvenna sem fær að reyna sig á móti körlunum á HM í pílukasti sem hefst 13. desember næstkomandi. HM í pílu fer fram 13. desember 2019 til 1. janúar 2020 og verður í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö eins og í fyrra. Pílan hefur verið eitt af þessum karlasportum en undanfarin ár hafa verið tekin lítil spor í að koma kvennapílunni af stað. Eitt af þeim er að leyfa konum að keppa við karlana á heimsmeistaramóti þeirra. Tvær konur fá þátttökurétt í ár eða Mikuru Suzuki frá Japan og Fallon Sherrock frá Englandi. Mikuru Suzuki er 37 ára gömul og varð fimmta konan til að tryggja sér heimsmeistaratitil kvenna í pílu. Eins og síðustu ár hefur sá sigur gefið bestu pílukonu heims tækifæri að keppa við karlana og það breytist ekki núna. Mikuru Suzuki kom mörgum á óvart á HM kvenna með því að vinna ríkjandi heimsmeistara, Lisu Ashton, í fyrstu umferðinni. Suzuki vann 2-0 og komst í átta liða úrslitin. Hún hélt síðan sigurgöngu sinni áfram og tapaði ekki hrinu á öllu mótinu. Who are the Ally Pally debutants? Meet the 22 players who will be gracing the Alexandra Palace stage for the first time at the 2019/20 @WilliamHill World Championship...https://t.co/6TO1ARDOEMpic.twitter.com/ZdLhkrShrt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 10, 2019 Suzuki vann úrslitaleikinn 3-0, 3-1 og 3-1 á móti hinni ensku Lorraine Winstanley og bauð upp á 90,12 í meðalskor sem er það hæsta í sögunni. Þetta verður í fyrsta sinn sem Mikuru Suzuki tekur þátt í HM í pílu og er hún ein af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í ár. Það verður líka mjög athyglisvert að sjá hvort þær Mikuru Suzuki og Fallon Sherrock takist að stríða körlunum í fyrstu umferð HM í pílu. Suzuki mætir þar James Richardson frá Englandi en Sherrock lenti á móti landa sínum Ted Evetts. Pílukast Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Hin japanska Mikuru Suzuki vakti mikla athygli á HM kvenna í pílukasti fyrr á þessu ári og hún er önnur tveggja kvenna sem fær að reyna sig á móti körlunum á HM í pílukasti sem hefst 13. desember næstkomandi. HM í pílu fer fram 13. desember 2019 til 1. janúar 2020 og verður í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö eins og í fyrra. Pílan hefur verið eitt af þessum karlasportum en undanfarin ár hafa verið tekin lítil spor í að koma kvennapílunni af stað. Eitt af þeim er að leyfa konum að keppa við karlana á heimsmeistaramóti þeirra. Tvær konur fá þátttökurétt í ár eða Mikuru Suzuki frá Japan og Fallon Sherrock frá Englandi. Mikuru Suzuki er 37 ára gömul og varð fimmta konan til að tryggja sér heimsmeistaratitil kvenna í pílu. Eins og síðustu ár hefur sá sigur gefið bestu pílukonu heims tækifæri að keppa við karlana og það breytist ekki núna. Mikuru Suzuki kom mörgum á óvart á HM kvenna með því að vinna ríkjandi heimsmeistara, Lisu Ashton, í fyrstu umferðinni. Suzuki vann 2-0 og komst í átta liða úrslitin. Hún hélt síðan sigurgöngu sinni áfram og tapaði ekki hrinu á öllu mótinu. Who are the Ally Pally debutants? Meet the 22 players who will be gracing the Alexandra Palace stage for the first time at the 2019/20 @WilliamHill World Championship...https://t.co/6TO1ARDOEMpic.twitter.com/ZdLhkrShrt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 10, 2019 Suzuki vann úrslitaleikinn 3-0, 3-1 og 3-1 á móti hinni ensku Lorraine Winstanley og bauð upp á 90,12 í meðalskor sem er það hæsta í sögunni. Þetta verður í fyrsta sinn sem Mikuru Suzuki tekur þátt í HM í pílu og er hún ein af nýliðunum á heimsmeistaramótinu í ár. Það verður líka mjög athyglisvert að sjá hvort þær Mikuru Suzuki og Fallon Sherrock takist að stríða körlunum í fyrstu umferð HM í pílu. Suzuki mætir þar James Richardson frá Englandi en Sherrock lenti á móti landa sínum Ted Evetts.
Pílukast Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira