Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 11:45 Björgunarsveitarfólk tók svo sannarlega til hendinni á Skagaströnd í gærkvöldi. Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent