Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 11:45 Björgunarsveitarfólk tók svo sannarlega til hendinni á Skagaströnd í gærkvöldi. Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi stóðu björgunarsveitarmenn frá Reykjavík í ströngu ásamt heimamönnum í höfninni á Skagaströnd. Þar þurfti að moka snjó og berja klaka af bátum. „Það þarf að moka úr þeim, þeir safna svo miklu á sig. Það bæði ísar svo mikið utan á þá og svo fyllast þeir af snjó. Það þarf að moka úr þeim algjörlega,“ segir Sveinbjörn Stefánsson, björgunarsveitamaður úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem tók meðfylgjandi myndbönd. Um 20 bátar eru í höfninni. „Jú, þetta er alveg hellings vinna. Þetta tekur þrjá tíma. Við vorum þarna næstum tíu manns með heimamönnum,“ segir Sveinbjörn aðspurður um hvort það hafi ekki verið hörkupúl að moka úr bátunum. Um miðnætti þurfti heimamenn aftur að fara og moka úr bátunum en Sveinbjörn og félagar héldu að sveitabænum Hvammi í Langadal þar sem þakplötur voru farnar að fjúka af fjárhúsi þannig að kindurnar sem þar voru urðu berskjaldaðar.„Það var ekki búið að rýja þær það er svo sem ágætt þannig að það slapp til,“ segir Sveinbjörn.Við náðum bara að festa allt þannig að það yrði ekki meira tjón á húsum eins og við mögulega gátum og hagræddum aðeins til að reyna að verja þær aðeins fyrir ofankomunni,“ bætir hann við.Björgunarsveitarmenn komust í Langadal á snjóbíl og segir Sveinbjörn að hann hafi skipt sköpum í gær. „Við fórum inn í Langadal í nótt og maður sér ekki neitt. Það eru tíu til fimmtán metra skyggni og svo eru bara risastórir skaflar yfir veginn,“ segir Sveinbjörn. „Við erum búin að nota hann í þetta allt saman til að ryðja hérna á milli og komast á staðina. Það eru tveggja til fjögurra metra háir skaflar hérna út um allt,“ segir hann og bætir við að allt sé á kafi af snjó á Skagaströnd og Blönduósi. Sveinbjörn telur að það hafi hjálpað mikið til með hversu miklum fyrirvara var hægt að gefa út veðurviðvörunina. Veðurspáin stóðst nánast alveg og það var vitað með löngum fyrirvara í hvað stefndi þannig að ég held að það hafi verið mjög sniðugt hjá þeim að senda þessa stóru öflugu bíla hingað. Það hefði ekki mikið þurft að gerast til að lenda í heljarinnar vandamálum. Sem betur fer var fólk bara heima. Það var enginn á ferðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagaströnd Veður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira