Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2019 12:29 Íbúar á Sauðárkróki hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Vísir/JóiK Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels