Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2019 06:30 Frá Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem kafarar sérsveitarinnar gerðu sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa. Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Maðurinn sem féll í Núpá í Sölvadal inni af Eyjafirði í gærkvöldi er enn ófundinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem birt var snemma á sjöunda tímanum í morgun. Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Í tilkynningu segir jafnframt að verið sé að skipta út mannskap á leitarsvæðinu og kalla til enn frekari mannskap frá öðrum svæðum. Á sjötta tug viðbragðsaðila hafa verið að störfum á slysstað. Stöðufundur fer nú fram á Akureyri þar sem næstu skref í aðgerðinni verða ákveðin. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði fallið í ána laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Tveir menn voru að vinna við stíflu í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni fjórir kafarar. Þyrlan lenti á vettvangi skömmu eftir klukkan eitt í nótt en um tveimur tímum síðar hafði ekki verið unnt að beita henni við leitina vegna veðurs. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan þrjú í nótt er áréttað að aðstæður séu erfiðar á vettvangi. Leitarmenn hafi gengið með ánni í leit að manninum, auk þess sem kafarar leiti á völdum stöðum. Þá var óskað eftir aukamannskap til að aðstoða við leitina en önnur þyrla Landhelgisgæslunnar með tíu manna hóp, sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun, var send til Akureyrar í nótt. Aðgerðarstjórn almannavarna á Akureyri stjórnar aðgerðum tengdum leitinni. Hún var þegar mönnuð vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið síðustu sólarhringa.
Akureyri Björgunarsveitir Lögreglumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Tengdar fréttir Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20