Sérsveitarmenn freista þess að sækja líkin Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 09:57 Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. EPA/ARHT Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44