Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 11:53 Björgunarsveitarfólk hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi var við björgunarstörf norður í landi í gær. Instagram/Hjálparsveit skáta í Kópavogi „Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
„Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51